Verðbólga aukist í júní

Landsbankinn spáir því að verðbólga aukist lítillega í júní og …
Landsbankinn spáir því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Morgunblaðið/Karítas

Landsbankinn spáir því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Þá segir í greiningu að verðbólga haldist óbrætt út sumarið en aukist svo með haustinu. Gert er ráð fyrir 4% verðbólgu í árslok.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,56% í júní samkvæmt spá Landsbankans en flugfargjöld til útlanda hafa mest áhrif á mánaðarhækkunina. Reiknuð húsaleiga vegur þar næstþyngst. Verðlækkun á bensíni á að draga lítillega úr mánaðarhækkuninni.

Í júní er gert ráð fyrir að hægi á verðhækkun á matvörum en verð hefur hækkað jafnt og þétt frá áramótum og verið yfir almennri verðbólgu frá því í febrúar.

Landsbankinn spáir 0,6% hækkun reiknaðrar húsaleigu í júní og svipaðri þróun út árið. Eftir að ný aðferð var tekin upp við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs, fyrir ári síðan, hefur reynst vandasamt að spá fyrir um mánaðarbreytingar á reiknaðri húsaleigu, en hún sveiflast mun minna á milli mánaða eftir að nýja aðferðin var tekin upp.

Þróun flugfargjalda er í samræmi við hefðbundið árstíðamynstur en þau lækkuðu töluvert í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að flugfargjöld hækki um 10,7% í júní. Bensínverð lækki um 0,6% í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK