Amaroq sækir 7,6 milljarða og ný leyfi

Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq leitar að málmum á Grænlandi.
Eldur Ólafsson forstjóri Amaroq leitar að málmum á Grænlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auðlindafélagið Amaroq Minerals hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 7,6 milljarða króna og fest kaup á nýjum leyfum sem gera félagið að stærsta leyfishafa Grænlands. Fjármagnið verður nýtt til að hraða gangsetningu gullvinnslu í Nalunaq-námunni, byggja upp auðlindamiðstöð á Vestur-Grænlandi og efla rannsóknarboranir.

Að sögn forstjóra félagsins, Elds Ólafssonar, skiptir það sköpum fyrir framtíðarfjárfestingar og möguleikann á áframhaldandi vexti á svæðinu að tryggja sér slík réttindi tímanlega. Með eignarhaldi á leyfunum og tilheyrandi aðstöðu, t.d. vinnubúðum, vegum og bryggjum, sé félagið í sterkri stöðu til að þróa og byggja upp virkar námur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK