Boeing í vandræðum og hlutabréfaverð hrapar

Á síðasta ári tapaði Boeing milljarði dollara í hverjum mánuði.
Á síðasta ári tapaði Boeing milljarði dollara í hverjum mánuði. AFP

Hlutabréfaverð Boeing hafði lækkað um 5% þegar kauphallir í New York-borg lokuðu í gær. Þetta gerðist í kjölfar flugslyssins sem varð í gærmorgun þegar Boeing 787 Dreamliner-flugvél hrapaði við Ahmedabad-flugvöllinn á Indlandi. Flugvélar af þessari gerð eru meginstoð í alþjóðlegu flugi.

Fyrirtækið hefur ekki átt sjö dagana sæla en á síðasta ári tapaði það milljarði dollara í hverjum mánuði þar sem það glímdi við gæðaeftirlitsvandamál, verkfall sem stóð í sjö vikur og þurfti að greiða bætur fyrir ýmis óhöpp. Þá hefur fyrirtækið lent í fjölda lagalegra deilna vegna flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. Þá hafa tvær flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max farist vegna galla í vélunum. Í kjölfar slysanna voru vélar af þeirri gerð kyrrsettar í 18 mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK