Kvika hafnar samrunaviðræðum við Arion banka og Íslandsbanka 

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku. Morgunblaðið/Eggert

Stjórn Kviku banka hafnar erindum Arion banka og Íslandsbanka um mögulegar samrunaviðræður, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum í dag.

Erindin bárust þann 27. og 28. maí síðastliðinn, en eftir mat á þeim telur stjórn Kviku að tilboð bankanna endurspegli ekki virði Kviku. Á þeim grundvelli séu ekki forsendur til að hefja samrunaviðræður að svo stöddu.

Í tilkynningunni kemur þó fram að stjórn Kviku telji að tækifæri og verðmæti geti falist í sameiningu félaga, bæði fyrir hluthafa og viðskiptavini. Ef Arion banki eða Íslandsbanki eru tilbúnir að endurskoða forsendur erindanna, er stjórn Kviku reiðubúin að endurmeta afstöðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK