Seðlabankinn tvöfaldar vikuleg gjaldeyriskaup

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að tvöfalda reglubundin gjaldeyriskaup sín á millibankamarkaði úr 6 í 12 milljónir evra á viku. Kaup verða nú framkvæmd fjóra daga í viku – þriðjudaga til föstudaga – með 3 milljóna evra kaupum dag hvern.

Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur fram að frá því að regluleg kaup hófust í apríl hefur bankinn keypt gjaldeyri að jafnvirði 7 milljarða króna, en gengi krónunnar hefur lítillega styrkst á sama tíma. Meginmarkmiðið með gjaldeyriskaupunum er að efla þann hluta forðans sem fjármagnaður er innanlands.

Gjaldeyrisforðinn stóð í 895 milljörðum króna um miðjan júní og er markmið bankans að halda honum yfir 120% af forðaviðmiði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Seðlabankinn telur að aðstæður séu hagstæðar til aukinna kaupa og að breytingin hafi óveruleg áhrif á gengi krónunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK