Nova metið álitlegt til yfirtöku

Í alþjóðlegum samanburði við önnur fjarskiptafyrirtæki er verðlagning Nova hagstæð …
Í alþjóðlegum samanburði við önnur fjarskiptafyrirtæki er verðlagning Nova hagstæð að mati Akks. Ljósmynd/Nova

Ný verðmats- og greiningarskýrsla frá ráðgjafarfyrirtækinu Akki metur verð á hlutabréfum fjarskiptafélagsins Nova á 7,32 krónur, en gengi bréfa félagsins á markaði í gær var undir 5 kr. á hlut. Mat Akks er því yfir 50% hærra en núverandi gengi bréfa félagsins.

Skýrslan, sem byggir á sjóðstreymismati og ítarlegri greiningu á fjárhag og framtíðarforsendum félagsins gefur til kynna að frjálst sjóðstreymi næstu fjögur ár muni nema yfir 60% af núverandi markaðsvirði félagsins.

Nefnt er að félagið búi yfir sterkum rekstrargrunni með stöðugum tekjustofnum, vaxandi EBITDA-framlegð og öflugum innviðum. EBITDA án söluhagnaðar hefur vaxið úr 2,4 milljörðum árið 2018 í yfir 4,1 milljarð árið 2024, sem jafngildir árlegum vexti upp á 9,6%. EBITDA-hlutfall fyrir árið 2025 er spáð 31,1%. Arðsemi bundins fjármagns (ROIC) er einnig á uppleið og er spáð að ná 18,8% á sama tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK