Allir tapi á verndarstefnu

Christine Lagarde segir hvers kyns óvissu valda tjóni.
Christine Lagarde segir hvers kyns óvissu valda tjóni. AFP/Kirill Kudryavtsev

Fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. júní.

Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, segir varhugavert að efnahagsleg verndarstefna sé farin að skjóta rótum í alþjóðahagkerfinu. Í viðtali sem kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua birti á laugardag sagði Lagarde jafnframt að nýlegar tollabreytingar Donalds Trumps hefðu skapað óvissu, haft kælandi áhrif á fjárfestingar og stefnt hagvexti á heimsvísu í voða.

Sagði Lagarde að allir þyrftu að fylgja sömu reglum og halda samskiptaleiðum opnum, og að hvers kyns inngrip, eða hótanir um að beita inngripum, drægju úr fjárfestingu. „Útkoman er að allar stofnanir hafa lækkað hagvaxtarspár sínar fyrir alþjóðahagkerfið,“ sagði hún og bætti við að efnahagsleg óvissa væri jafnt fjárfestum sem vinnuveitendum erfið viðureignar. „Það sama á við um seðlabankana. Mikil óvissa gerir okkur lífið leitt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK