Bjartsýnn á landeldi

Laxeldi og starfsemi Kaldvíkur var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála. Gestur að þessu sinni er Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur.

Spurður út í sýn hans á landeldi, en umtalsverðar fjárfestingar hafa verið í greininni á undanförnum árum, segir Róbert að hann bindi miklar vonir við það að landeldi gangi eftir.

„Það er til mikils að vinna og við sjáum strax jákvæð teikn á lofti. Við höfum til að mynda haft tækifæri til að kaupa seiði frá landeldisfélögunum sem þýðir að við þurfum ekki að leggja í eins miklar fjárfestingar til skamms tíma til að auka framleiðsluna okkar,“ segir Róbert og nefnir fleiri tækifæri.

„Með aukinni framleiðslu sjá fyrirtæki sér leik á borði að breikka aðeins iðnaðinn hérna heima, eins og til dæmis fóðurframleiðendur hafa gefið til kynna,“ segir Róbert.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK