Gæti orðið besta eldisárið frá 2019

Athafnasvæði laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði. Sharma segir að búast megi …
Athafnasvæði laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði. Sharma segir að búast megi við að framleiðsla Íslendinga haldi áfram að vaxa. mbl.is/Guðlaugur J.

Framleiðsla á eldislaxi í Evrópu dróst saman á fyrri helmingi ársins miðað við árið á undan að sögn Novel Sharma hjá alþjóðlega bankanum Rabobank. Sharma flutti erindi á Hringborði hafs og eldis, málþingi um stöðu og framtíð lagareldis, í Arion banka á dögunum.

Hann segir að framleiðslan ætti að taka við sér á seinni helmingi ársins og árið í heild gæti orðið það besta frá árinu 2019 ef framleiðendur ná tökum á líffræðilegum áskorunum.

Sharma segir að tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta valdi áhyggjum hjá neytendum. Hún geti leitt til verðbólgu og gert neytendur varkárari í innkaupum sem aftur geti haft áhrif á neyslu á laxi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK