Íslenska fyrirtækið Horseday tók nýverið þátt í viðskiptahraðlinum Tinc í Kísildalnum með samnefnt smáforrit en það eykur yfirsýn og bætir þjálfun í hestamennsku. Fyrirtækið vinnur nú að því að skala lausnina yfir á bandarískan markað og beinir sjónum sínum að ákveðnum hestakynjum og ríkjum þar vestra.
„Tinc-hraðallinn opnaði mjög stórar dyr fyrir okkur inn á þennan markað, bæði til að skilja menninguna og búa til tengsl við réttu aðilana,“ segir Oddur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Horseday.
Oddur segir bandaríska hestaumhverfið ýktara en það íslenska. „Þar er náttúrulega bara allur skalinn, frá kúrekamenningu í toppklassaþjálfun. Þess vegna þarf líka að velja hvert maður ætlar að beina vörunni til að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði.“
Horseday nýtir gervigreind til að greina gangtegundir hesta og veita notendum betri innsýn í þjálfun, velferð og árangur. Forritið nýtur nú þegar töluverðrar útbreiðslu meðal eigenda íslenskra hesta bæði hérlendis og erlendis.
„Hugmyndin fæddist fyrir rúmum fimm árum í gegnum reynslu okkar af hestamennsku,“ segir Oddur. „Ég ólst upp á Hvoli í Ölfusi. Fjölskyldan rak hestabú í 30 ár og ég ólst upp á hestbaki.“
Fjölskyldunni hafi fundist vanta yfirsýn yfir það umtalsverða utanumhald sem fylgir hestum. Velferð dýranna sé þeim efst í huga og hvernig megi tryggja hana samhliða hámarksafköstum. Á þremur árum hefur forritið þróast mikið. Í því má finna niðurstöður keppna og forritið tengist gagnagrunni WorldFengs og dregur þar með inn ættfræðiupplýsingar um hesta. „Og úr verður stafrænt samfélag hestafólks,“ segir Oddur.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.