Kúrekar og keppnishestar

Tinc-hraðallinn í Kísildalnum opnaði dyr fyrir Horseday.
Tinc-hraðallinn í Kísildalnum opnaði dyr fyrir Horseday. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska fyrirtækið Horseday tók nýverið þátt í viðskiptahraðlinum Tinc í Kísildalnum með samnefnt smáforrit en það eykur yfirsýn og bætir þjálfun í hestamennsku. Fyrirtækið vinnur nú að því að skala lausnina yfir á bandarískan markað og beinir sjónum sínum að ákveðnum hestakynjum og ríkjum þar vestra.

„Tinc-hraðallinn opnaði mjög stórar dyr fyrir okkur inn á þennan markað, bæði til að skilja menninguna og búa til tengsl við réttu aðilana,“ segir Oddur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Horseday.

Oddur segir bandaríska hestaumhverfið ýktara en það íslenska. „Þar er náttúrulega bara allur skalinn, frá kúrekamenningu í toppklassaþjálfun. Þess vegna þarf líka að velja hvert maður ætlar að beina vörunni til að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK