Leiðtogar G7-ríkjanna eru á fundi í kanadísku Klettafjöllunum og lýkur fundinum í dag. Fundurinn er litaður af alþjóðlegri spennu jafnt í öryggismálum sem efnahagsmálum. Átök Ísraels og Írans auka á alla spennu en annarskonar átök eru einnig í viðskiptum milli ríkja en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur kynt þar undir með tollahótunum.
Trump hefur gefið ríkjum frest til 9. júlí til að semja um nýja og það sem hann kallar gagnkvæma samninga, ella taki gildi ofurtollar. Núverandi tollabreytingar hafa þegar skaðað útflutning margra ríkja. Sem dæmi dróst útflutningur Bretlands til Bandaríkjanna í apríl verulega saman. Alþjóðabankinn spáir veikasta hagvexti frá sjöunda áratugnum og bendir á viðskiptastefnu Bandaríkjanna sem lykiláhættu.
Viðræður við Evrópusambandið og Japan standa yfir en margar þjóðir óttast að tvíhliða samningar við Trump geti grafið undan sameiginlegri samningsstöðu á alþjóðavettvangi og eru leiðtogar því varkárir með einhliða yfirlýsingar.
Trump yfirgaf fundinn í gær eftir kvöldverð og vísaði til átaka Ísraels og Íran, hann þyrfti að beita sér í þeim efnum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.