Leiðtogar G7-ríkja funda í Kanada en Trump farinn

Leiðtogar G7-ríkjanna hittast í kanadísku Klettafjöllunum.
Leiðtogar G7-ríkjanna hittast í kanadísku Klettafjöllunum. AFP/Teresa Suarez

Leiðtogar G7-ríkjanna eru á fundi í kanadísku Klettafjöllunum og lýkur fundinum í dag. Fundurinn er litaður af alþjóðlegri spennu jafnt í öryggismálum sem efnahagsmálum. Átök Ísraels og Írans auka á alla spennu en annarskonar átök eru einnig í viðskiptum milli ríkja en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur kynt þar undir með tollahótunum.

Trump hefur gefið ríkjum frest til 9. júlí til að semja um nýja og það sem hann kallar gagnkvæma samninga, ella taki gildi ofurtollar. Núverandi tollabreytingar hafa þegar skaðað útflutning margra ríkja. Sem dæmi dróst útflutningur Bretlands til Bandaríkjanna í apríl verulega saman. Alþjóðabankinn spáir veikasta hagvexti frá sjöunda áratugnum og bendir á viðskiptastefnu Bandaríkjanna sem lykiláhættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK