Rekstrarumhverfið krefjandi

Karen Ósk Gylfadóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir samkeppni á lyfjamarkaði af …
Karen Ósk Gylfadóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir samkeppni á lyfjamarkaði af hinu góða. Ljósmynd/Aðsend

Karen Ósk Gylfadóttir framkvæmdastjóri Lyfju ræddi við ViðskiptaMoggann um rekstrarumhverfi lyfjafyrirtækja, verðlagningu lyfja og fleira. 

Hún segir rekstrarumhverfið í heilbrigðisgeiranum vera krefjandi. „Það eru áskoranir í rekstri apóteka. Ríkið ákvarðar álagningu á lyfseðilsskyld lyf og hefur hún ekki tekið breytingum frá því í lok árs 2023 þrátt fyrir að stærstu kostnaðarliðir eins og laun og húsnæðisverð hafi hækkað töluvert á tímabilinu,“ segir hún. Hún nefnir einnig að kröfur Lyfjastofnunar um mönnun á Íslandi séu umfram það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.

„Við viljum sinna okkar hlutverki af ábyrgð og gera það vel en það þarf líka að vera hægt að reka apótek á sjálfbæran hátt,“ segir Karen. Þrátt fyrir það sé Lyfja í nokkuð góðri stöðu, reksturinn sé stöðugur og fyrirtækið standi sterkt innan samstæðunnar Festi. Hún segir samstarfið við Festi opna á spennandi tækifæri, bæði með öðrum rekstrarfélögum innan Festi og með sterkri stoðþjónustu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK