Bjartsýnn á horfur í fluginu

Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var rætt um markaðinn, bankasamruna og fleira. Gestur þáttarins að þessu sinni var Helgi Frímannsson fjárfestingaráðgjafi hjá New Iceland Advisors.

Að undanförnu hefur Icelandair verið í hagræðingarvinnu og að sama skapi hefur Play kynnt breytingar á rekstrarlíkani sínu.

Spurður hvernig hann meti horfurnar í flugrekstri kveðst Helgi vera bjartsýnn.

„Þetta eru áhugaverðir tímar í flugrekstri. Ég held að útlitið hafi oft verið verra. En þetta hefur auðvitað verið mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum. Olíuverð hefur auðvitað farið lækkandi, sem hefur verið að hjálpa þessum flugfélögum mjög mikið. Við sjáum nú nýlegar fréttir um átök fyrir botni Miðjarðarhafs og flugfélög eru fyrsti geirinn sem finnur fyrir því,“ segir Helgi en bætir við að hagræðingaraðgerðir Icelandair séu af hinu jákvæða.

„Oft hefur verið horft til Icelandair sem félags með mikinn kostnað. Nú er verið að velta öllum steinum og þeir eru með mjög öflugt prógramm. Ég veit að félagið er að vinna með erlendum ráðgjöfum og þeir eru að skoða mjög vandlega hvað þeir geta hagrætt í rekstri og ég held að það sé að skila sér hjá þeim,“ segir Helgi.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK