Erlend netverslun nam um 10 milljörðum janúar til apríl

Erlend netverslun Íslendinga heldur áfram að vaxa.
Erlend netverslun Íslendinga heldur áfram að vaxa. AFP/Kirill Kudryavtsev

Erlend netverslun Íslendinga heldur áfram að aukast, en gögn frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV) sýna að vöxturinn er 22,68% það sem af er ári. Um 9,9 milljarðar í janúar til apríl 2025 miðað við 8,1 milljarð jan til apríl 2024. Mest var hlutfallsleg aukning í netverslun með byggingavörur, sem jókst um rúmlega 50%.

Í nýbirtum tölum á vef RSV, veltan.is kemur fram að erlend netverslun nam tæpum 9,9 milljörðum það sem af er ári á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þegar horft er til einstakra vöruflokka reyndist fataverslun vera í miklum vexti, með 18% aukningu, eða um 630 milljónir króna. Önnur almenn verslun jókst um 436 milljónir, sem nemur 22,3% og byggingavöruverslun um 377 milljónir (50,3%) á fyrsta fjórðungi ársins.

Aðeins hefur hægt á vextinum en örlítill samdráttur er á erlendri netverslun frá mars mánuði eða 2,66% en mikill vöxtur var í mars síðast liðnum. Þegar umfang erlendrar netverslunar í apríl er borið saman við apríl 2024 er vöxtur um 4,61%. 

Þróunin bendir til áframhaldandi styrkingar í netverslun, ekki síst í flokkum þar sem áður var minni þátttaka, líkt og byggingavörum.

Uppfært eftir leiðréttingu á tölum frá RSV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK