Árstaktur íbúðaverðs lækkar

Hagfræðingur segir ljóst að jafnvægi sé að komast á íbúðamarkaðinn. …
Hagfræðingur segir ljóst að jafnvægi sé að komast á íbúðamarkaðinn. Íbúðaverð lækkaði um 0,45% í maí frá mánuðinum á undan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðaverð lækkaði um 0,45% í maí frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birtust á þriðjudag. Íbúðaverð lækkaði síðast á milli mánaða í desember síðastliðnum.

Árstaktur hækkunar íbúðaverðs hefur minnkað hratt undanfarna mánuði og mælist nú 5,7% á landinu öllu. Undanfarið ár hefur íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað um 9,1% og um 4,6% á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð á landsbyggðinni hefur því hækkað nærri tvöfalt hraðar en á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár. Mest hefur verð hækkað á fjölbýli á landsbyggðinni, samtals um 11,5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK