Raquelita Rós til Itera á Íslandi

Raquelita Rós Aguilar.
Raquelita Rós Aguilar. Ljósmynd/Silla Páls.

Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin tæknilegur leiðtogi hjá Itera á Íslandi. Hún kemur til starfa með víðtæka reynslu af upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænni umbreytingu og mun leiða tæknilega stefnumótun félagsins á íslenskum markaði.

Samkvæmt tilkynningu mun Raquelita ekki aðeins stýra stefnu og tæknivídd fyrirtækisins heldur einnig vinna náið með núverandi viðskiptavinum og styðja við frekari vöxt og þróun. Hún er menntuð í tölvunarfræði og hefur gegnt bæði tæknistörfum og stjórnunarhlutverkum hérlendis og erlendis.

Haft er eftir Snæbirni Inga Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Itera á Íslandi, í tilkynningu að ráðningin sé liður í því að efla þjónustu og dýpka tengsl við íslenska viðskiptavini.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK