Samstarfsfélaginn sem allir þurfa

Amazon eykur gervigreind.
Amazon eykur gervigreind. AFP/Kirill Kudryavtsev

Amazon hyggst fækka skrifstofustörfum á næstu árum vegna aukinnar sjálfvirkni með aðstoð gervigreindar (AI). Þetta kemur fram í minnisblaði til starfsmanna frá Andy Jassy forstjóra fyrirtækisins, þar sem hann segir að víðtæk notkun AI muni leiða til færri starfa í hefðbundnum hlutverkum.

Bæði CNN og Reuters hafa fjallað um þessi skilaboð forstjórans og þá skoðun hans að svokallaðir AI-aðstoðarmenn muni breyta öllum starfsháttum hjá Amazon. Hann hvetur starfsfólk til að tileinka sér tæknina og líta á AI sem samstarfsfélaga í daglegu starfi.

Frá árinu 2022 hefur Amazon sagt upp yfir 27.000 starfsmönnum. Nú er AI orðin mikilvægur þáttur í breytingum á starfsemi fyrirtækisins en yfir 1.000 AI-­verk­efni eru í gangi innan Amazon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK