Ungir frumkvöðlar heiðraðir í Hörpu

Spánverjarnir með snjallmerkin sem greina ferskleika matvæla. Snjallmerkin breyta lit …
Spánverjarnir með snjallmerkin sem greina ferskleika matvæla. Snjallmerkin breyta lit eftir því sem örverur í matvælum fjölga sér. Ljósmynd/Aðsend

Tíu teymi ungra frumkvöðla hvaðanæva úr heiminum voru heiðruð í Hörpu í gær á verðlaunahátíð Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO), sem veitti „Young Inventors Prize 2025“ í fyrsta sinn á Íslandi. Meðal lausna voru niðurbrjótanleg snjallmerki sem greina ferskleika matvæla, pokar sem hægja á þroska ávaxta, tæki sem fangar koltvísýring úr skipum, snjallir hálfleiðarar og íhlutir úr pappa í raftæki svo endurheimta megi verðmæta málma úr þeim.

Viðburðurinn fór fram að viðstöddum hátt í 300 erlendum gestum, þar á meðal forstjórum hugverkastofnana 39 aðildarlanda EPO. Ísland er aðili að EPO og sat Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi Kerecis í dómnefnd fyrir verðlaunin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK