Úr brjóstagjafabol í ammóníak

Frumkvöðullinn Helga Dögg hannaði og framleiddi brjóstagjafabol úr merínóull ásamt …
Frumkvöðullinn Helga Dögg hannaði og framleiddi brjóstagjafabol úr merínóull ásamt systur sinni fyrir rúmum áratug. mbl.is/Birta Margrét

Svipmynd ViðskiptaMoggans

Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði og framkvæmdastjóri og meðstofnandi Atmonia, íslensks nýsköpunarfyrirtækis sem er að þróa byltingarkennda rafgreiningartækni til að framleiða ammóníak, til notkunar í áburð og sem rafeldsneyti.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Fyrir sprotafyrirtæki í djúptækniþróun er fjármögnun alltaf stærsta áskorunin, til þess að tryggja áframhaldandi rannsóknir og þróun. En við stefnum á að bjóða fjárfestum til liðs við okkur á haustmisseri. Þar fyrir utan sækjum við oft um rannsóknar- og þróunarstyrki, hvort tveggja hér innanlands og evrópska. Þegar slíkir styrkir fást eru þeir hvort tveggja, mikil innspýting í rekstur félagsins í þau verkefni sem við erum að vinna að og mikil viðurkenning á vísindalegri framkvæmd vinnunnar okkar og stefnu, þar sem aðrir sérfræðingar gefa óháð mat á umsóknina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK