Innviðafélag Íslands til aðstoðar

Viðhaldsþörf opinberra innviða er yfir 680 milljarðar króna.
Viðhaldsþörf opinberra innviða er yfir 680 milljarðar króna. mbl.is/Árni Sæberg

Stofnaður hefur verið sérhæfður lánasjóður, Innviðafélag Íslands slhf., dótturfélag Arcur, með það að markmiði að styðja við fjármögnun og uppbyggingu innviða um land allt. Sjóðurinn er fjármagnaður af íslenskum lífeyrissjóðum og hefur þegar tryggt að lágmarki 23 milljarða króna fjárfestingargetu.

Að baki stofnuninni liggur aukin vitund um þá miklu fjárfestingarþörf sem er fyrir hendi í íslenskum innviðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins nemur uppsöfnuð viðhaldsþörf opinberra innviða yfir 680 milljörðum króna, þar með talið vegna vegakerfis, veitna og ýmissa mannvirkja. Fjárfesting í þessum innviðum hefur ekki haldið í við vöxt þjóðarinnar og nú blasir við veruleg fjármögnunaráskorun sem ríkisfjárlög ein og sér duga ekki til að mæta.

Morgunblaðið hafði samband við Sigurð K. Egilsson framkvæmdastjóra félagsins sem bætir við:

„Markmið samstarfsvettvangsins er að veita lánsfjármagn sem falli undir innviðauppbyggingu í víðu samhengi. Með innviðauppbyggingu er m.a. átt við atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirstöðu íslensks efnahags, s.s. orkuveitur, fráveitur, vatnsveitur, hafnir, fasteignir í eigu ríkis eða sveitarfélaga, fjarskipta- og samgöngumannvirki, vegi og vegatengdar framkvæmdir, skóla, leikvanga og aðra sambærilega grunnþjónustu samfélags.“

Innviðafélagi Íslands er því ætlað að brúa ákveðið bil með því að veita sérhæfð langtímalán, m.a. til sveitarfélaga, opinberra aðila eða einkaaðila í opinberum verkefnum. Slík fjármögnun styrkir einnig stöðu lífeyrissjóða sem samfélagslegra fjárfesta og gerir almennt sparifé aðgengilegt til innviðauppbyggingar.

mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK