Tapið hafi legið í Atlantshafsflugi

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. mbl.is/Unnur Karen

Í nýju rekstrarlíkani flugfélagsins Play þarf hver flugvél að skila að lágmarki tveimur milljónum bandaríkjadala árlega til að standa undir föstum kostnaði. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir þetta vera raunhæfa tölu og í samræmi við það sem tíðkast hjá sambærilegum evrópskum flugrekendum.

„Við erum með tíu vélar í dag og fastur kostnaður er að lækka og nálgast 20 milljónir dollara. Það er markmiðið að ná jafnvægi á þeim grundvelli,“ segir Einar. Hann segir að flest flugfélög sem starfi á þessum leiguvélamarkaði hafi síðustu árin verið rekin með góðum hagnaði og að undanfarið hafi verið skortur á flugvélum sem hjálpi til. „Við höfum fylgst með félögum í þessum geira og sjáum að þau hafa verið að skila um milljón dollara hagnaði á vél eftir skatta,“ bætir hann við.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK