Viðskiptavinir færri á nýjum stað

Hjónin Ren og Stu Gates reka Svartar bækur á Akureyri.
Hjónin Ren og Stu Gates reka Svartar bækur á Akureyri. mbl.is/Malín Eyfjörð

Fornbókabúð Fróða var ein elsta verslun Akureyrar en hún var til húsa í Listagilinu í tæp 40 ár. Hjónin Ren og Stu Gates höfðu rekið búðina í fimm ár í fyrra þegar ljóst varð að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður.

„Akureyri yrði fátækari án fornbókabúðar,“ segir Stu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Okkur fannst við hafa ákveðna skyldu við bæinn, fólkið og eiginlega allt Ísland af því að við erum með bækur sem fást hvergi annars staðar. Í þessum gömlu, rykföllnu bókum er saga.“

Fornbókabúðin er því flutt í Strandgötu 11b undir nýju nafni, Svartar bækur, en Stu segir nafnið Fróða vera bundið staðsetningunni í Listagilinu. Nýja nafnið er sótt í bresku gamanþættina Black Books sem fjalla einmitt um tvo menn sem reka fornbókabúð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK