44 milljarðar eftir í landinu

Costa segir að ál hafi jákvæða ímynd enda sé hægt …
Costa segir að ál hafi jákvæða ímynd enda sé hægt að endurvinna það út í hið óendanlega. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Eins og Fernando Costa forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði útskýrir í samtali við ViðskiptaMoggann þá hefur Alcoa Fjarðaál haft margháttuð áhrif á nærumhverfi sitt. „Í fyrra urðu 44 milljarðar króna eftir í landinu í formi skatta, launa og innkaupa,“ segir Costa og ítrekar að áhersla sé lögð á að versla sem mest í heimabyggð.

Hann segir að Alcoa hafi varið nærri fimm milljörðum króna í styrki til samfélags- og innviðaverkefna síðan 2003, aðallega á Austurlandi. „Styrkir síðasta árs námu um 100 m.kr. en sem dæmi styrkti Alcoa Foundation verkefni um geðræktarmiðstöð á Austurlandi um 30 milljónir og yfir 20 m.kr. fóru í íþróttastarf.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK