Lakers metið á 1.250 milljarða

Lakers verður í góðum höndum fjárfestisins Marks Walter.
Lakers verður í góðum höndum fjárfestisins Marks Walter. AFP/Getty Images/Adam Pantozzi

Eitt frægasta og sigursælasta körfuboltalið heims, Los Angeles Lakers, hefur nú skipt um meirihlutaeiganda í einum stærstu íþróttaviðskiptum sögunnar. Buss-fjölskyldan, sem hefur stýrt félaginu frá árinu 1979, hefur selt um 66% eignarhlut sinn í Lakers til bandaríska fjárfestisins Marks Walter, forstjóra TWG Global og meðeiganda í hafnaboltafélaginu Los Angeles Dodgers. Söluverðið fyrir hlutinn nemur um 6,6 milljörðum bandaríkjadala, sem jafngildir um 825 milljörðum króna.

Samkvæmt Forbes var Lakers metið á 7,1 milljarð dala í lok síðasta árs en er skv. sölunni 10 milljarða dala virði eða um 1.250 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK