Aukin spenna milli Ísraels og Írans veldur miklum áhyggjum á alþjóðamarkaði. Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna benti á nýverið að þótt olíuverð hefði hækkað í kjölfar átaka væru áhrifin af því yfirleitt tímabundin en viðurkenndi að óvissa væri sérstaklega mikil nú.
Greinendur hjá JPMorgan og ING vara við því að ef lokað yrði fyrir flutningaleiðir í Hormuz-sundi, þar sem um 20% af heimsolíunni fara um, geti það leitt til þess að bensínverð rjúki upp. ING hefur jafnframt bent á að slík olíuverðshækkun, samhliða óvissu í tollamálum heimsins, myndi þrengja að neyslu heimila og auka líkur á alþjóðlegri niðursveiflu.