Ísraelsk hlutabréf enn á flugi

Fólk og gæludýr leita skjóls í loftvarnabirgi í Tel Aviv. …
Fólk og gæludýr leita skjóls í loftvarnabirgi í Tel Aviv. Fjárfestar virðast líta svo á að inngrip Bandaríkjahers hafi gert Mið-Austurlönd friðvænlegri. AFP/John Wessels

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. júní.

Hlutabréfamarkaðurinn í Ísrael hefur ekkert gefið eftir, þrátt fyrir hernaðarátök og sprengjuregn undanfarinna daga.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá fyrir viku styrktust tvær mikilvægustu hlutabréfavístölur Ísraels strax eftir að Ísraelsher hóf árásir sínar á Íran. Bæði TA35-vísitalan og TA125-vísitalan hafa styrkst hvern einasta dag síðan þá og hafa aldrei mælst hærri.

TA35 hækkaði um 1,5% á sunnudag, og TA125 um 1,8% í kjölfar frétta um að Bandaríkjaher hefði gert árásir á hernaðarskotmörk í Íran. Síðarnefnda vísitalan, sem mælir hlutabréfaverð 125 stærstu fyrirtækja Ísraels, hefur styrkst um 8% á undanfarinni viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK