Leigubílar Tesla halda af stað

Elon Musk hefur lengi lofað sjálfakandi leigubílum. Tilraunin í Austin …
Elon Musk hefur lengi lofað sjálfakandi leigubílum. Tilraunin í Austin mun fara rólega af stað. AFP/Jim Watsn

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. júní.

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hóf um helgina prófanir á sjálfakandi leigubílum sem fyrirtækið hefur þróað. Verða bílarnir á ferðinni í borginni Austin í Texas, þar sem höfuðstöðvar Tesla hafa verið frá árinu 2021.

Um er að ræða bifreiðar af gerðinni Model Y og hefur Tesla boðið sérvöldum hópi fólks að nýta sér þjónustuna. Enginn ökumaður verður um borð í bílunum en eftirlitsmaður mun sitja í fremra farþegasætinu. Til að byrja með verður skutlið ekki í boði þegar illa viðrar, og bílarnir munu sneiða hjá flóknum gatnamótum sem sjálfakstursbúnaðurinn gæti átt erfitt með. Þá munu þeir sem bóka sér far þurfa að vera að lágmarki 18 ára gamlir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK