Revera hefur rekstur í Borgartúni

Frá vinstri: Birgir Hrafn framkvæmdastjóri, Þórdís Jóna tæknistýra og Bjarki …
Frá vinstri: Birgir Hrafn framkvæmdastjóri, Þórdís Jóna tæknistýra og Bjarki Steinn hönnunarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Vöruþróunarhúsið Revera hefur tekið til starfa í Borgartúni í Reykjavík og hyggst leggja sitt af mörkum til íslensks nýsköpunarumhverfis með áherslu á gögn, hönnun og tækni. Félagið var formlega stofnað í byrjun árs, en að baki liggur tveggja ára undirbúningsvinna þar sem mótuð var skýr stefna um hvernig gögn og hönnun nýtast best við að skapa raunverulegan árangur í vöruþróun.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að Revera vinni bæði að þróun eigin hugbúnaðarlausna og í nánu samstarfi við stærri fyrirtæki að stefnumótun, greiningum, ráðgjöf, hönnun og forritun. Sérstaða félagsins felist í því hvernig það nýtir gögn sem drifkraft í nýsköpun. „Gögnin eru lykill að vexti og við leggjum áherslu á að skilja þau í samhengi við viðskiptaleg markmið, hanna út frá innsýn gagnanna og smíða vörur sem skila árangri,“ segir Birgir Hrafn Birgisson, framkvæmdastjóri Revera.

Fyrirtækið starfar meðal annars með Orku náttúrunnar, Íslandsstofu, Learncove og Optise. Jafnframt vinnur Revera að þróun eigin lausna á borð við Hitels (hótelkerfi), Hirentals (bílaleigukerfi) og Hibooking (bókunarkerfi).

Eitt af áhersluverkefnum félagsins er Lesa, stafrænn lestrarleikur í anda Duolingo, sem hlotið hefur styrk úr Tækniþróunarsjóði. Markmiðið er að þróa lausnir sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Að sögn Birgis Hrafns eru fleiri nýsköpunarverkefni í þróun sem verða kynnt síðar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK