Umræðan eflir markaðinn

Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var rætt um markaðinn, bankasamruna og fleira. Gestur þáttarins að þessu sinni var Helgi Frímannsson fjárfestingaráðgjafi hjá New Iceland Advisors.

Spurður hvað megi gera til að efla íslenska hlutabréfamarkaðinn enn frekar segir Helgi að umræðan skipti miklu máli.

„Upplýinsgagjöf til fjárfesta skiptir miklu máli því það sem fjárfestar þurfa til að geta tekið ákvörðun er að upplýsingar séu til staðar og bestu upplýsingarnar koma frá talsmönnum félaganna í viðtölum," segir Helgi.

Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir ný félög með flókinn rekstur að útskýra sína starfsemi fyrir fjárfestum.

„Ný félög hafa verið að koma á markaðinn með flókinn rekstur sem erfitt að afla sér upplýsinga um. Það hefur þó verið til fyrirmyndar hvað umræðan hefur aukist undanfarið en auðvitað má gera miklu meira. Það vantar fleiri aðila með skoðun á markaðnum," segir Helgi.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK