Merki Robotaxi ekki traustvekjandi

Robotaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á framhurðum bílanna.
Robotaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á framhurðum bílanna. Ljósmynd/Getty images

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur hafið prufukeyrslu á sjálfakandi leigubílum en merki bílanna hefur vakið athygli.

Leigubílaþjónustan kallast „Robotaxi“ og felur í sér takmarkaðan fjölda bíla sem aka án ökumanns og rukka fasta upphæð, 4,20 dali, fyrir hverja ferð.

Robotaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á framhurðum bílanna og minnir á útlit merkis Tesla Cybertruck. Þetta þykir einkennileg ákvörðun í ljósi þess hve slæmar viðtökur Cybertruck fékk.

Ekki traustvekjandi

Sérfræðingar í hönnun hafa gagnrýnt nýja lógóið. Eben Sorkin, listrænn stjórnandi hjá Darden Studio, segir lógóið vera „óreiðukennt og kæruleysislegt, ekki traustvekjandi.“ Hann spyr hvort fólk myndi treysta flugfélagi með merki með svipuðu útliti.

Hönnuðir tala um að gott vörumerki eigi að endurspegla fyrirheit vörunnar. Þegar komi að sjálfkeyrandi ökutækjum skipti höfuðmáli að vekja öryggi og traust og þykir Robotaxi-merkið ekki gera það.

Þrátt fyrir gagnrýnina hefur hlutabréfaverð Tesla hækkað og auðæfi Elon Musk hafa aukist um 19 milljarða bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK