Óvissa um Hormussund hækkar olíuverð

Hormússund
Hormússund AFP/NASA Earth Observatory

Ótti um mögulega lokun Hormussundsins, mikilvægrar siglingaleiðar milli Írans og Óman, í kjölfar loftárása Ísraels og Bandaríkjanna á kjarnorkustöðvar Írans, hefur valdið rúmlega 10% hækkun á hráolíuverði. Um fimmtungur allrar olíu heims fer um sundið og eykst því þrýstingur á markaði, þar sem möguleg röskun gæti leitt til verðbólgu og efnahagslegs samdráttar.

Hormussundið er ómissandi fyrir útflutning flestra olíuríkja í Mið-Austurlöndum og hefur bandaríski sjóherinn þegar fjölgað herskipum á svæðinu. Aðilar á olíumarkaði búast við að jafnvel minniháttar truflun á skipaumferð geti ýtt undir áframhaldandi hækkun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK