Ótti um mögulega lokun Hormussundsins, mikilvægrar siglingaleiðar milli Írans og Óman, í kjölfar loftárása Ísraels og Bandaríkjanna á kjarnorkustöðvar Írans, hefur valdið rúmlega 10% hækkun á hráolíuverði. Um fimmtungur allrar olíu heims fer um sundið og eykst því þrýstingur á markaði, þar sem möguleg röskun gæti leitt til verðbólgu og efnahagslegs samdráttar.
Hormussundið er ómissandi fyrir útflutning flestra olíuríkja í Mið-Austurlöndum og hefur bandaríski sjóherinn þegar fjölgað herskipum á svæðinu. Aðilar á olíumarkaði búast við að jafnvel minniháttar truflun á skipaumferð geti ýtt undir áframhaldandi hækkun.
Sérfræðingar telja þó ólíklegt að Íran loki sundinu að fullu, þar sem það hefði alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir landið sjálft og myndi einnig skaða Kína og önnur helstu viðskiptalönd þess. Þó má búast við aukinni spennu, hækkun tryggingakostnaðar og hægari flutningum, sem gætu hækkað orkuverð tímabundið.
Saga fyrri átaka bendir til þess að slík áhrif séu yfirleitt skammvinn, þar sem olíuframleiðendur og bandaríski sjóherinn tryggja yfirleitt siglingaleiðir á skömmum tíma. Markaðir eru engu að síður á tánum og fylgjast grannt með næstu skrefum í Teheran.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.