Á sumrin er ekki óalgengt að fólk geri sér ferð í ísbúð. Framboð á ísbúðum er þónokkuð en ekki er sama verð á öllum stöðum. Mestur er verðmunurinn 1.040 kr. milli ísbúða á sama ísnum, eða stórum bragðaref. Verðmunurinn á milli ísbúða á litlum bragðaref er mestur 450 kr.
Verð á litlum bragðaref er mishátt eftir ísbúðum. Samantektin nær yfir það sem ísbúðir kalla lítinn bragðaref en vert er að taka það fram að það gæti verið munur á magni í hverri stærð eftir ísbúðum.
Ísbúðin í Garðabæ selur lítinn bragðaref ódýrast en þar kostar hann 1.500 kr.. Lítill bragðarefur er dýrastur í Ísbúð Vesturbæjar þar sem hann kostar 1.990 kr. og er um 490 kr. verðmunur á litlum bragðaref í ísbúðunum.
Verðmunur á stórum bragðaref er einnig talsverður. Eftirfarandi samantekt inniheldur það sem ísbúðir kalla stóran bragðaref en vert er að taka það fram að það gæti verið munur á magni í hverri stærð eftir ísbúðum..
Stór bragðarefur
1.090 kr. verðmunur er á stórum bragðaref í ísbúðinni í Garðabæ, þar sem ódýrasta ísinn er að finna og Ísbúð Vesturbæjar, sem rukkar mest fyrir ís. Þess má einnig geta að stór bragðarefur í Ísbúðinni í Garðabæ kostar 1.900 kr. sem er ódýrara en lítill bragðarefur í Ísbúð Vesturbæjar sem kostar 1.990 kr. og munar því 90 kr. þar á.
Það má því segja að Ísbúð Vesturbæjar selur lang dýrasta ísinn og Ísbúðin í Garðabæ býður best.
Ísbúðirnar Skúbb og Valdís hafa sérhæft sig í kúluís og eru þekkt fyrir það. Kúlan er þó ekki verðlögð eins á þessum tveimur stöðum.
Verðmunur á kúlunni í þessum ísbúðum nemur 60 krónum.
Uppfært: í upprunalegri frétt kom fram að litli bragðarefurinn í Ísbúð Garðabæjar væri dýrastur á 2.000 kr. sem var rangt en hann er ódýrastur á 1.500 kr. og hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.