Rafbílaframleiðandinn Tesla tilkynnti um enn einn verulegan samdrátt í bílasölu í dag.
Fyrirtækið segir að alls hafi 384.122 bílar verið afhentir á öðrum ársfjórðungi, sem er 13,5 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra.
Hlutabréfaverð hækkuðu eftir tilkynninguna sem var í samræmi við væntingar greinenda en betri en sumar helstu spár höfðu sagt til um undanfarna daga.
Fram kemur í umfjöllun AFP að samkeppni á rafbílamarkaði fari harðnandi og þá hafi Tesla fundið fyrir mótbyr vegna hegðunar og ummæla sem forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, hafi látið falla.