13,5% samdráttur í sölu hjá Tesla

Samkeppni á rafbílamarkaði fer harðnandi. Þá hafa ummæli og uppátæki …
Samkeppni á rafbílamarkaði fer harðnandi. Þá hafa ummæli og uppátæki Elon Musk, forstjóra Tesla, ekki hjálpað ímynd fyrirtækisins að undanförnu AFP

Rafbílaframleiðandinn Tesla tilkynnti um enn einn verulegan samdrátt í bílasölu í dag.

Fyrirtækið segir að alls hafi 384.122 bílar verið afhentir á öðrum ársfjórðungi, sem er 13,5 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra.

Hlutabréfaverð hækkuðu eftir tilkynninguna sem var í samræmi við væntingar greinenda en betri en sumar helstu spár höfðu sagt til um undanfarna daga.

Fram kemur í umfjöllun AFP að samkeppni á rafbílamarkaði fari harðnandi og þá hafi Tesla fundið fyrir mótbyr vegna hegðunar og ummæla sem forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, hafi látið falla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK