Regluverkið hannað fyrir stærra umhverfi

Regluverkið á íslenskum fjármálamarkaði er hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi sem gerir það að verkum að fjármálaþjónusta á Íslandi er dýr miðað við það sem gengur og gerist annars staðar. Þetta segir Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga en hann er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.

„Ísland er lítill markaður, okkar fjármálamarkaður er tiltölulega lítill. Því held ég að samþjöppun á fjármálamarkaði geti verið af hinu góða til að auka hagkvæmni, auka skilvirkni, sem ætti að skila sér og vera til hagsbóta fyrir alla, þar með talið neytendur, sem ég held að sé mikilvægt,“ segir Haraldur.

Hann telur ósennilegt að það verði hreyfingar á fjármálamarkaði án þess að Skagi fái sæti við borðið.

„Ég tel að Skagi sé í einstakri stöðu. Við erum nýr áskorandi í fjármálalandslaginu. Ég held að samþjöppun á fjármálamarkaði hér heima muni skila sér í tækifærum fyrir Skaga,“ segir Haraldur.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga var gestur í viðskiptahluta Dagmála.
Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga var gestur í viðskiptahluta Dagmála. mbl.is/María Matthíasdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK