„Okkur langaði að rífa ísblómin aðeins upp“

Magnús Valgeir Gíslason framleiðslustjóri Emmessís
Magnús Valgeir Gíslason framleiðslustjóri Emmessís mbl.is/Eyþór

Að undanförnu hafa margar nýjar tegundir ísblóma farið í sölu og því hefur bæst í vöruúrval. Stór hluti þessa nýja vöruúrvals er samstarfsverkefni Emmessíss við önnur fyrirtæki, eins og kaffiísblóm í samstarfi við Te og kaffi og ísblóm í samstarfi við Nóa Síríus. 

Magnús Valgeir Gíslason, framleiðslustjóri Emmessís segir svona samstarfsverkefni vera í tísku og segir fólk taka vel í svona vörur.

„Emmessís á eiginlega fyrstu samstarfs vöruna í samstarfi við Ölgerðina, Egils ísnál sem kom á markað fyrir 32 árum,“ segir Magnús. 

Egils Ísnálum er pakkað í kassa.
Egils Ísnálum er pakkað í kassa. mbl.is/Eyþór

Tími samstarfsblóma ræðst af markaðnum

Hann segir fólk taka vel í svona samstarfsvörur og segir bæði fyrirtækin hafa ávinning af þeim hvað það varðar að þau sjást á nýjum stöðum í verslunum og vörumerkjavitund fólks styrkist oft.

Stundum eru ný verkefni tímabundin en önnur eru á markaði í lengri tíma. Hann segir blóm sem eru búin til í kringum einstaka viðburði eins og jól, hrekkjavöku og EM í fótbolta alltaf tímabundin en tími þeirra ísblóma sem eru samstarfsverkefni ræðst af því hvernig markaðurinn tekur í þau

Ísblómin bjóða upp á marga möguleika

Magnús segir Emmessís hafa ákveðið að leika sér með ísblómin. 

„Okkur langaði að rífa ísblómin aðeins upp, þetta er klassísk og skemmtileg vara og við fórum að fikta,“ segir Magnús.

Hann segir fólk hafa tekið vel í þessar nýjungar og þá var ekki aftur snúið. Hann segir eitthvað við ísblómin sem vekur upp nostalgíu hjá fólki og eflaust marga tengja við að hafa fengið ísblóm í mat hjá ömmu.

Magnús segir gaman að leika sér með ísblómin þar sem þau bjóða upp á marga möguleika sem til dæmis íspinninn býður ekki upp á.

„Það er ekki hægt að brjóta sörubotn í íspinna,“ segir Magnús, en Emmessís framleiddi jólaísblóm með sörubotnum fyrir jólin.

Í apríl kom svokallað „Grísblóm“ sem var beikonísblóm samstarf við Bónus.

Það seldist upp en slíkur ís hefði verið erfiður í framkvæmd á öðru formi en ísblómi, „að fara að setja beikon utan um íspinna, það er erfitt,“ segir Magnús.

Magnús segir vinsælasta ísblómið vera hið sígilda jarðarberjaísblóm, „amma valdi rétt.“ 

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK