Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.
Spurður hvort Skagi horfi til ytri vaxtar svarar Haraldur því játandi en bætir við að það verði ekki á hvaða forsendum sem er.
„Við höfum sagt opinberlega að við séum mjög opin fyrir ytri vexti samhliða innri vexti, enda erum við sem fjármálasamstæða á vaxtarvegferð. Við viljum vera virkur þátttakandi í þróun á fjármálamarkaði. Þannig að við skoðum reglulega tækifæri til ytri vaxtar og leggjum mat á hvort þau samrýmast okkar framtíðarsýn,“ segir Haraldur.
Hann nefnir sem dæmi kaup Skaga á Íslenskum verðbréfum.
„Við sáum tækifæri til að styrkja samstæðuna með því þannig að það er bara partur af okkar starfsemi að meta þau tækifæri sem kunna að leynast þarna úti,“ segir Haraldur.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: