Þykir áhugavert tækifæri fyrir fjárfesta

Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Landeyjar.
Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Landeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Landeyjar, segir að Arnarland ehf., eigandi Arnarlandsins í Garðabæ sem auglýst var til sölu í heild sinni í síðustu viku, sé mjög áhugavert tækifæri fyrir fjárfesta.

Arnarlandið, sem er níu hektarar að stærð, liggur norðan Arnarnesvegar við Hafnarfjarðarveg.

Þorgerður segir að mikill áhugi sé á verkefninu.

Arnarland ehf. er, eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í síðustu viku, að 51% hluta í eigu Landeyjar, sem er í eigu Arion banka. 49% eru í eigu fasteignafélagsins Akureyjar, sem er í eigu Ósa, sem aftur er í eigu feðganna Kristjáns Jóhannssonar og Jóhanns Inga Kristjánssonar, eigenda Icepharma og fleiri fyrirtækja.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK