Áhorfshegðun hafi breyst

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sýn.
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sýn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var á dögunum að fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Sýn hefði ákveðið að gera breytingar á sjónvarpsáskriftum sínum með það að markmiði að einfalda þjónustuframboð og styrkja stöðu miðlanna sem einnar heildar. Í því samhengi verður sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, nú opin en hefur áður verið hluti af áskriftarpökkum.

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla og efnisveitna hjá Sýn, segir að markmiðið sé að einfalda áskriftarlíkanið.

„Línulega rásin hefur ekki verið í boði sem stök áskrift í lengri tíma og því enginn viðskiptavinur eingöngu með hana í áskrift,“ segir Kristjana. Rásin hafi verið hluti af mismunandi áskriftarpökkum sem nú færast yfir í nýtt, einfaldara vöruframboð. Viðskiptavinir verða fluttir í nýja pakka sem endurspegla verðmæti þeirra pakka sem þeir voru áður með. „Vissulega eru einhverjir að hækka í verði, en einnig fá margir töluverða lækkun,“ segir Kristjana og bætir við að allir viðskiptavinir verði upplýstir um breytingarnar með tölvupósti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK