Erfiður rekstur og Bang & Olufsen hækkar verð

Beolab 90-hátalararnir, sem eru eitt flaggskip fyrirtækisins. Par af þeim …
Beolab 90-hátalararnir, sem eru eitt flaggskip fyrirtækisins. Par af þeim kostar í Bandaríkjunum um 211.800 bandaríkjadali, sem jafngildir um 25,6 milljónum íslenskra króna. Ljósmynd/B&O

Danski framleiðandinn Bang & Olufsen (B&O) fagnar í ár 100 ára afmæli sínu. Afkoman hefur verið undir væntingum og reksturinn erfiður. B&O framleiðir einkum hátalara, heyrnartól og sjónvörp.

Tekjur B&O námu um 2,6 milljörðum danskra króna á síðasta rekstrarári, eða rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna. Þetta jafngildir samdrætti upp á 1,4 prósent frá fyrra ári og er þriðja árið í röð sem tekjur fyrirtækisins dragast saman. Tap eftir skatta nam 17 milljónum danskra króna, sem samsvarar um 324 milljónum íslenskra króna.

Fram kemur í frétt Berlingske að stjórnendur fyrirtækisins lýsa árinu sem umbreytingarári þar sem áhersla sé lögð á að styrkja stöðu B&O á helstu mörkuðum. Í nóvember síðastliðnum safnaði fyrirtækið um 217 milljónum danskra króna í nýtt hlutafé, sem samsvarar um 4,1 milljarði íslenskra króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK