Microsoft segir upp 9.000 starfsmönnum

Stjórnarformaður og forstjóri Microsoft, Satya Nadella.
Stjórnarformaður og forstjóri Microsoft, Satya Nadella. AFP/Jason Redmond

Tæknirisinn Microsoft hefur ákveðið að segja upp um 9.000 starfsmönnum, sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins. Uppsagnirnar voru tilkynntar í vikunni og fjallaði The New York Times um málið.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Microsoft grípur til uppsagna, en í maí síðastliðnum voru um 6.000 stöður felldar niður. Í lok júní 2024 voru um 228.000 starfsmenn á launaskrá fyrirtækisins, samkvæmt nýjustu opinberu upplýsingum.

Sérfræðingar telja að þessar aðgerðir endurspegli meðal annars áhrif mikillar fjárfestingar Microsoft í gervigreindartækni á stærð vinnuaflsins. Meðal annars hefur þróun Github Copilot, gervigreindarverkfæris sem styður við forritun og hugbúnaðargerð, náð mikilli útbreiðslu og er nú notað af yfir 15 milljónum notenda. Stjórnendur fyrirtækisins hafa lýst því yfir að árangur þessarar lausnar hafi farið fram úr væntingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK