Hægst á efnahagsvexti

Mikill þrýstingur er á Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna að lækka …
Mikill þrýstingur er á Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna að lækka stýrivexti. AFP/Kent Nishimura

Það hefur hægst á efnahagsvexti beggja vegna Atlantshafsins. Evrópska hagkerfið stendur nánast í stað og er við það að fara í samdrátt, og hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur einnig hægt á sér. Í Bretlandi dróst hagkerfið saman á síðari hluta árs 2024 en tekur nú smám saman við sér; spáð er um 1% hagvexti þar á yfirstandandi ári.

Ástæður þessa hægari takts eru margvíslegar. Í Evrópu hefur lítil opinber örvun og óvissa í alþjóðaviðskiptum (m.a. vegna tolla) dregið úr útflutningi og fjárfestingu fyrirtækja. Þó eru vísbendingar um að ný ríkisútgjöld séu í burðarliðnum sem gætu komið hjólum atvinnulífsins aftur af stað, og stýrivextir Evrópska seðlabankans eru ekki lengur hamlandi eftir að hafa verið lækkaðir jafnt og þétt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK