Ódýrasti bollinn úr dýrasta hráefninu

Rekstur Luiza Santos og Ármann Atli Eiríksson taka á móti …
Rekstur Luiza Santos og Ármann Atli Eiríksson taka á móti viðskiptavinum í Kaffistofunni á Akureyri. Lykillinn að ódýra kaffinu er lítið húsnæði.

Kaffistofan er sérkaffihús í miðbæ Akureyrar. Þar er að finna ódýrasta kaffibolla bæjarins að sögn Ármanns Atla Eiríkssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Kaffistofunnar.

Hann segir ákveðinn markhóp hafa gleymst hjá öðrum kaffihúsum í bænum: „Fólk sem vill bara fá mjög gott kaffi og er ekkert endilega að pæla í því að sitja í tvo tíma. Þá er hægt að leggja meiri áherslu á vöruna sjálfa en þjónustuna í kringum hana,“ segir hann í samtali við blaðamann.

„Þótt við séum með fjórum til fimm sinnum dýrara hráefni erum við samt að bjóða upp á ódýrasta kaffibollann á Akureyri, það höfum við gert með því að vera í litlu húsnæði,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK