Sér fyrir endann á harðri vaxtastefnu

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Seðlabankar í helstu iðnríkjum hafa hækkað stýrivexti hratt síðustu tvö árin til að ná niður verðbólgu. Nú sér þó fyrir endann á þeirri hertu vaxtastefnu: búist er við að bandaríski seðlabankinn (Fed) lækki stýrivexti lítillega innan skamms og að Evrópski seðlabankinn hafi svigrúm til smárra vaxtalækkana. Seðlabanki Englands hefur einnig hafið varfærnar vaxtalækkanir og lækkaði vexti úr 4,5% í 4,25% í maí 2025.

Vaxtahorfur eru að sögn Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings Íslandsbanka óljósar, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem hann segir að óvissan sé meiri en áður. „Menn eru aftur farnir að verðleggja allnokkra vaxtalækkun á næstu fjórðungum og yfirvöld eru farin að gefa undir fótinn með að slíkt sé mögulegt.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK