Verðbólgan verði 3,8% í ár

Fram kemur að aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðji …
Fram kemur að aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðji við hjöðnun verðbólgunnar. mbl.is/Eyþór

Hagstofan spáir því að verðbólgan verði að meðaltali 3,8% í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir júlí sem birt var í gær.

Í spánni segir að aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðji við hjöðnun verðbólgunnar þótt á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu.

„Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu,“ segir í spánni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK