Kaupin stórt skref fyrir Advania

Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania á Íslandi var gestur í viðskiptahluta Dagmála. Þar ræddi hún meðal annars um rekstur Advania og gervigreindarlausnir. 

Tilkynnt var á dögunum að Advania hefði keypt fyrirtækið Gompute. Hildur segir að fyrirtækið komi inn í samstæðuna frá AtNorth og að þar felist mikilvægur styrkur. „Þetta er fyrirtæki sem hefur gífurlega innviði og þekkingu bæði hér á Íslandi en líka í Skandinavíu,“ útskýrir hún.

Hún segir kaupin marka stórt skref fyrir Advania í átt að því að geta boðið upp á heildstæða þjónustu á sviði innleiðingar gervigreindarlausna. Með þessu fái viðskiptavinir fyrirtækisins, bæði innanlands og erlendis, aðgang að lykilinnviðum sem séu nauðsynlegir fyrir stærri gervigreindarverkefni.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK