Það er mikilvægt í rekstri að vera stöðugt á tánum, segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups en hann er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Rætt var um rekstur Hagkaups, ganginn hjá Veigum, nýrri áfengisnetverslun, löggjöfina í kringum söluna á áfengi og fleira.
Frá því Hagkaup stofnaði áfengisnetsöluna Veigar, sem er erlent félag, hefur vöxturinn verið stöðugur. Sigurður segir að viðtökur hafi verið framar vonum og eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt.
„Það hefur ekki verið neitt fall í eftirspurninni heldur stöðug aukning, svona fimmtán til tuttugu prósent á mánuði,“ segir hann. Hann bætir við að viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna og að sífellt fleiri prófi hana. Hann nefnir sérstaklega að mikil traffík verði um helgar þegar fólk gleymir að kaupa áfengi fyrir lokun annarra söluaðila. „Við erum með opið til klukkan níu alla daga og finnum mikið fyrir því á þessum tímum,“ segir hann.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: