Skrítið að smásölum sé ekki treyst til að selja áfengi

Það er mik­il­vægt í rekstri að vera stöðugt á tán­um, seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups en hann er gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una. Rætt var um rekst­ur Hag­kaups, gang­inn hjá Veig­um, nýrri áfeng­isnet­versl­un, lög­gjöf­ina í kring­um söl­una á áfengi og fleira.

Aðspurður um skoðun sína á því að ekki sé heimilt að selja áfengi í matvöruverslunum segist Sigurður telja málið „heita kartöflu“. Hann segir að ekki allir séu sammála og hann beri virðingu fyrir því. Hins vegar bendir hann á að flestar nágrannaþjóðir Íslands hafi rýmkað reglur sínar. „Svíar hafa leyft bjór undir fjögur prósent í stórmörkuðum, Finnar eru líka að liðka til,“ útskýrir hann.

Honum þykir skrítið að smásölum sé ekki treyst til að selja áfengi þegar þeir hafi í áraraðir selt tóbak samkvæmt ströngum reglum. Hann bendir á að ýmsir aðilar, svo sem íþróttafélög, golfskálar og sjoppur, hafi leyfi til áfengissölu, en ekki matvöruverslanir. „Þetta finnst manni rosalega skrýtið,“ segir hann.

Sigurður vekur einnig athygli á að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ráði yfir sex hundruð starfsmönnum. „Maður spyr sig stundum: finnst okkur það peningum vel varið úr sjóðum almennings?“ spyr hann.

Hann segir að Hagkaup muni halda áfram að fylgjast vel með markaðnum og þróa þjónustu sína þannig að hún mæti þörfum viðskiptavina með sveigjanleika og öflugu framboði.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK