Rakst á stóra villu í ársreikningi HSÍ

Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var rætt um fjármálahlið íþrótta. Gestur þáttarins var Sævar Þór Sveinsson, sérfræðingur í þeim efnum og umsjónarmaður vefsins Utan vallar.

Það vakti athygli fyrr í sumar þegar Sævar skrifaði grein á vefsíðu sína um að hann hefði fundið stóra villu í ársreikningi HSÍ.

„Ég var búinn að fara í gegnum tekjur, gjöld og efnahagsreikninginn og átti bara eftir að kíkja á sjóðstreymið. En þegar ég byrjaði að skoða það þá var ég rekinn á gat. Ég bara skildi ekki sjóðstreymið,“ segir Sævar.

Hann segist fyrst hafa haldið að um misskilning af hans hálfu væri að ræða og leitaði því álits föður síns, sem starfar sem fjármálastjóri. Í ljós kom þó að sjóðstreymið sjálft var rangt. „Handbært fé frá rekstri var bara eitthvað allt annað en átti að vera og fjárfestingarhreyfingar voru líka kolrangar,“ útskýrir hann og bætir við að engin bein viðbrögð hafi þó borist frá HSÍ eftir að greinin var birt.

Spurður hvort algengt sé að mistök finnist í ársreikningum íþróttafélaga svarar hann að smávægilegar villur séu vissulega til staðar af og til. „En ég hef ekki rekist á neina villu eins og HSÍ var með,“ bætir hann við. Í viðtalinu segir Sævar að rekstrarmódel íslenskra félaga sé í raun sambærilegt við það sem þekkist hjá erlendum félögum. „Þetta er í grunninn sama rekstrarmódelið, bara minna í sniðum,“ útskýrir hann og bætir við að rekstur framleiðslufyrirtækis sé í meginatriðum sá sami hvort sem hann er á Íslandi eða í Bandaríkjunum.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Sævar Þór Sveinsson, umsjónarmaður vefsins Utan vallar.
Sævar Þór Sveinsson, umsjónarmaður vefsins Utan vallar. mbl.is/Hallur Már
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK