Íslensk félög geti lært af þeim erlendu

Í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una var rætt um fjár­mála­hlið íþrótta. Gest­ur þátt­ar­ins var Sæv­ar Þór Sveins­son, sér­fræðing­ur í þeim efn­um og um­sjón­ar­maður vefs­ins Utan vall­ar.

Sævar bendir á að mismunur geti verið í samsetningu rekstrarmódelsins milli félaga. Sum félög reiði sig meira á tekjur frá áhorfendum á meðan önnur séu sjálfbærari með reglulegar tekjur af leikmannasölu. „Sum félög fjármagna sig að stórum hluta með leikmannasölu, en önnur spenna bogann hátt og það gengur misvel,“ segir Sævar.

Hann nefnir dæmi um misheppnaða fjármálastjórnun íþróttafélags. „Við sjáum reglulega fréttir af erlendum félögum þar sem boginn hefur verið spenntur allt of hátt og það endað með gjaldþroti,“ segir hann og nefnir Sheffield Wednesday sem dæmi. Félagið, sem leikur í B-deild á Englandi, sé nánast komið í þrot vegna slaks fjármálareksturs og óheppilegrar stjórnunar eigandans.

Spurður að því hvort íslensk félög geti lært eitthvað af erlendum félögum segir Sævar að svörin séu mörg og misjöfn. Það sem hann telji þó mikilvægast sé hvernig erlendu félögin nái til stuðningsaðila sinna.

„Það sem íslensku félögin gætu helst lært af erlendu félögunum er einfaldlega hvernig þau ná til stuðningsaðila eða stuðningsmanna. Og þá erum við kannski aðallega að tala um samfélagsmiðlana,“ segir Sævar.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK