„Fólk hefur sínar leiðir til þess að ná í áfengið“

Í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una var rætt um fjár­mála­hlið íþrótta. Gest­ur þátt­ar­ins var Sæv­ar Þór Sveins­son, sér­fræðing­ur í þeim efn­um og um­sjón­ar­maður vefs­ins Utan vall­ar.

Áfengissala á íþróttaviðburðum skilar íþróttafélögum tekjum, en samkvæmt Sævari, eru tekjurnar í stóra samhenginu fremur litlar. „Ég held að þetta sé eitthvað bara klink fyrir félögin þannig séð,“ segir hann, en bendir á að tekjurnar geti þó haft jákvæð áhrif á reksturinn.

„Hjá flestum félögum hérna heima þá er þetta svolítið mikið hark, þannig hver króna skiptir máli. En síðan eru þessi félög að velta nokkrum hundruð milljónum flestöll þannig þetta er kannski ekki það mikilvægasta, en allt margt smátt gerir eitt stórt,“ útskýrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK