Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var rætt um fjármálahlið íþrótta. Gestur þáttarins var Sævar Þór Sveinsson, sérfræðingur í þeim efnum og umsjónarmaður vefsins Utan vallar.
Áfengissala á íþróttaviðburðum skilar íþróttafélögum tekjum, en samkvæmt Sævari, eru tekjurnar í stóra samhenginu fremur litlar. „Ég held að þetta sé eitthvað bara klink fyrir félögin þannig séð,“ segir hann, en bendir á að tekjurnar geti þó haft jákvæð áhrif á reksturinn.
„Hjá flestum félögum hérna heima þá er þetta svolítið mikið hark, þannig hver króna skiptir máli. En síðan eru þessi félög að velta nokkrum hundruð milljónum flestöll þannig þetta er kannski ekki það mikilvægasta, en allt margt smátt gerir eitt stórt,“ útskýrir hann.
Sævar segir ekki ljóst hvernig tekjurnar skiptast innan félaganna, til dæmis milli aðalfélaga og stuðningsmannafélaga, en umræðan um málið hafi verið mikil. Hann telur þó að rétt sé að heimila áfengissölu á íþróttavöllum.
„Félögin njóta góðs af þessum tekjum og ég held að það sé nú ekkert vesen á vellinum sem fylgir einhverri áfengissölu,“ segir hann.
Hann bendir jafnframt á að ef áfengissala er bönnuð á vellinum muni stuðningsmenn einfaldlega leita á bari fyrir eða eftir leiki.
„Fólk hefur sínar leiðir til þess að ná í áfengið. Þannig kannski bara betra að félögin fái tekjurnar af því,“ bætir hann við.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.